Skilmálar

Skilaréttur

Viðskiptavinir hafa rétt á að skila vörum allt að 14 dögum eftir staðfestingu pöntunar, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

 •  að varan sé í fullkomnu lagi, ósködduð og í söluhæfu ástandi.
 •  að plastumbúðir og innsigli framleiðanda séu órofin.
 •  að allar umbúðir og fylgimunir vörunnar fylgi í skilunum, séu óskemmd og í söluhæfu ástandi.

   
Starfsfólk Reykjavík Foto metur söluhæfi skilavöu. Reykjavík Foto áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu í formi inneignarnótu. Inneignarnóta vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins. Annar kostnaður, svo sem vegna flutnings til eða frá söluaðila, er á ábyrgð kaupanda.

 

Greiðslur

Greiðsluleiðir sem eru í boði

 • Netgreiðsla með greiðslukortum frá VISA og Mastercard
 • Hægt er að millifæra á reikning Nr. 111-26-4620, kt. 460212-0220.
 • Raðgreiðslur með kreditkorti frá Visa eða Mastercard

 

Raðgreiðslur á kreditkort

Reykjavík Foto býður upp á bæði vaxtalaus kortalán til allt að 6 mánaða og kortalán frá 3 og allt upp í 36 mánuði. Vextir af slíkum lánum taka mið af gjaldskrá Valitor hverju sinni. Hægt er að reikna kortalán hér.

 • Þegar taka á lán fyrir kaupum í gegnum netverslun er valið raðgreiðslur.
 • Vaxtalausar raðgreiðslur til 6 mánaða eru boði fyrir allar vörur yfir 30.000 kr. 
 • Vaxtalausar raðgreiðslur eru í allt að 6 mánaða. 0% vextir en viðskiptavinur greiðir 3,5% lántökugjald, mánaðarlegar afborganir af höfuðstóli og 340 kr greiðslugjald af hverjum gjalddaga.

 

Netgíró

Þú þarft aldrei að gefa upp viðkvæmar upplýsingar til okkar og þar af leiðandi taka kaupin minni tíma. Að nota Netgíró er því öruggur og þægilegur verslunarmáti á netinu.

 • Fjölbreyttir greiðslumöguleikar með Netgíró
 • Borgaðu eftir 14 daga ( Greiðsluseðill sendur í heimabanka )
 • Kortalausar raðgreiðslur til allt að 12 mánaða ( Greiðsluseðill sendur í heimabanka )

 PEI

 • Fjölbreyttir greiðslumöguleikar með Pei
 • Borgaðu eftir 14 daga ( Greiðsluseðill sendur í heimabanka )
 • Kortalausar raðgreiðslur til allt að 36 mánaða ( Greiðsluseðill sendur í heimabanka )

 

 

Afgreiðslutími

Pósturinn sér um allar sendingar á vörum og gilda þá reglur þeirra um ábyrgð, skilmála og afhendingartíma. Sendingarkostnaður er rukkaður samkvæmt gjaldskrá Íslandspósts, og greiðist af kaupanda nema annað sé tekið fram.

 • Við sendum alla pakka yfir 29.900 krónur án endurgjalds 
 • Fyrir nánari upplýsingar smelltu hér


Öll verð á vefsíðunni og útsendum póstum eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.