Farðu nær í íþróttum, náttúrunni og dýralífinu með ofur aðdrætti sem gefur þér meira svigrúm með ótrúlegum sveigjanleika hvar sem þú ert.
Fangaðu fjarlæg viðfangsefni með krafti sem þú hélst að væri aldrei mögulegur. RF 200-800mm F6.3-9 IS USM er búin hinni þekktu optískri Canon tækni og er afar sveigjanleg – hönnuð fyrir EOS R myndavélina þína. 200-800mm aðdráttarsvið fyrir íþróttir, náttúru- og dýralíf – augnablik sem þú náðir ekki að fanga áður.
Að innan leiðrétta þrjár UD linsur litfrávik eða krómatíska skekkju á meðan Super Spectra klæðning dregur úr draugum og blossum. Nano USM heldur myndefni á hreyfingu í skörpum fókus, veitir hraðan, hljóðlátan og nákvæman sjálfvirkan fókus á meðan níu blaða ljósop gefur þér fallegan bakgrunn.
Fáðu myndina sem þú vilt, jafnvel þegar þú ferð á stað þar sem aðstæður gætu verið á móti þér, með ryk- og rakaþol sem jafngildir pro L-línsum Canon og hvítri málningu að utan fyrir áreiðanleg afköst þegar þú tekur myndir í sólinni.
· Fyrirferðalítil og létt hönnun.
· 5.5 stoppa optísk hristivörn, Image Stabilisation.
· 2050 gr.
· Framúrskarandi myndgæði og takmörkuð krómatísk skekkja.
· Klæðningar: Super Spectra.
· Ryk- og rakavarin.
· Haltu áfram að mynda, jafnvel við breytilegar aðstæður.
· Hægt að nota RF 1.4x og RF 2.0x margfaldara, extenders.
· Filter þvermál: 95mm.
Eftirfarandi fylgir með: Lens Hood ET-101, Lens Dust Cap RF, Lens Cap E-95, Lens Strap 40.