-7%
Taktu stökkið í full-frame!
Gefðu þinni sköpun full-frame uppfærslu með léttri hybrid myndavél sem skilar framúrskarandi ljósmyndum og vídeó. Spegillaus myndavél með 24.2 megapixla full-frame CMOS myndflögu sem er fullkomin fyrir portrett ljósmyndun við litla birtu og víðfeðmt landslag.
Canon RF 24-50mm F4.5-6.3 IS STM linsa fylgir með.
Stór full-frame myndflaga veitir þér fallegt bokeh og stórkostleg myndgæði.
Canon EOS R8 er frábær valkostur fyrir hybrid tökur þar sem hún er einnig búin 4K 60p vídeó, sem er unnið úr 6K, oversampled, og notendavænum pro vídeóeiginleikum.
· Full frame 24.2 megapixla CMOS myndflaga.
· 4K 60p vídeó, oversampled úr 6K, og 180fps Full HD upptaka.
· Háupplausna 2.36 milljón punkta sjóngluggi.
· Dual Pixel CMOS Auto Focus II sem greinir dýr, farartæki og fólk.
· Wi-Fi og Bluetooth og myndavélin er ávallt tengd við snjalltækið.
Dual Pixel CMOS AF II fókustæknin greinir, þekkir og eltir viðfangsefnin í rammanum og heldur þeim skörpum, hvort sem þú ert að skjóta ljósmyndir eða vídeó. Greinir fólk, fugla, ketti, hunda og hesta, bíla, mótorhjól, lestir og flugvélar.
ISO 102,400, útvíkkanlegt upp í ISO 204,800, þannig að þú getur haldið áfram að taka magnaðar ljósmyndir við léleg birtuskilyrði. ISO í vídeó er 25,600, útvíkkanlegt í 102,900).
Myndavélin fókusar sjálfvirkt niður -6.5EV sem er myrkur sem mannsaugað sér í rauninni ekki í.
Auðvelt að skjóta viðfangsefni á ferð þar sem EOS R8 tekur 40 ramma á sek. með rafænum lokara.
Með því að vinna úr 6K upplýsingum myndflögunnar framkallar EOS R8 hágæða 4K vídeóefni með allt að 60P ramma fjölda.
Ef vídeógerð er ný fyrir þér þá muntu elska hversu auðvelt er að skapa með mismunandi rammafjölda og upplausn.
Pro litavinnsla með Canon Log 3. False Colour, Focus Peaking, Zebra stillingar. H.264 og H.265 kódekar.
EOS R8 tengist auðveldlega við snjalltæki með Bluetooth og Wi-Fi þannig að það er auðvelt að deila ljósmyndum. Þú getur einnig stjórnað myndavélinni í gegnum Canon Camera Connect appið í símanum og þannig notað símann sem fjarstýringu.
UVC/UAC streymi. Notaðu EOS R8 sem hágæða vefmyndavél. Þú stingur bara í samband við PC eða Mac tölvuna þína.
Vegur aðeins 461 gr. með rafhlöðu og minniskorti og því frábær ferðafélagi.
Notar SD minniskort.
Canon RF 24-50mm F4.5-6.3 IS STM linsa fylgir með. Afar hentug linsa til að skjóta ljósmyndir og vídeó. Létt gleiðlinsa með aðdrætti sem hentar t.d. mjög vel fyrir ferða-, götu-, fjölskyldu- og innanhúsljósmyndun. Linsa sem þú tekur með þér hvert sem er.
Linsa sem er búin frábærum glerjum og háþróðari 4.5 stoppa hristivörn, image stabilizer.