Þegar þú þarft ótrúlegan fókushraða, skerpu og afköst er jafnast á við fasta linsu ásamt þeim sveigjanleika að vera með aðdrátt, þá veitir RF 100-300mm F2.8L IS USM þér hvort tveggja.
Með hröðu f/2,8 ljósopi yfir allt aðdráttarsviðið, nýjum linsu klæðningum fyrir ótrúlega skerpu, 5,5 stoppa hristivörn* og veðurþéttingu L línunnar.
Canon RF 100-300mm F2.8L IS USM setur ný viðmið og er tilvalin linsa fyrir íþróttaljósmyndun innandyra, frétta- og náttúrulífsljósmyndun.
Fangaðu hröðustu augnablikin í íþróttaljósmyndun innanhúss ásamt krefjandi fréttum og dýralífsverkefnum með þessari léttu og nettu f/2.8 aðdráttarlinsu sem er byggð til að skila framúrskarandi ljósmyndum.
Dual Nano USM mótorar skila hröðum og hljóðlátum fókus. Handheld myndataka er líka auðveld, þökk sé 5,5 stoppa optískri hristivörn*.
Aspheric linsa ásamt UD- og flúor einingum vinna saman að ótrúlegum smáatriðum og draga úr litskekkju, draugum og blossum.
9 blaða ljósop skilar fallegum hápunktum og fókussvæðum á meðan 1,8m lágmarks fókus² fjarlægð gerir þér kleift að taka nærmyndir af fagmennsku á hvaða brennivídd sem er.
Byggð fyrir atvinnufólk. RF 100-300mm F2.8L IS USM, sem er í L linsu línu Canon, stendur sig við hvaða aðstæður sem þú lendir í þökk sé háþróuðum þéttingum og hvítri hitablokkandi málningu.
Bættu við enn meiri fjölhæfni með RF margföldurum. Auktu RF 100-300mm F2.8L IS USM upp í 200-600mm f/5.6 með RF 2x margfaldara, eða 140-420mm f/4 með RF 1.4x margaldara án þess að fórna fókushraða (aukabúnaður sem er seldur sér).
*Allt að 6 stopp þegar verið er að nota EOS R línu myndavél sem er búin innbyggðri hristivörn, Image Stabilizer, skv. CIPA staðli.