Canon EOS R3 myndavél – Ofur hraði. Afgerandi.
Myndavél sem gerir þér kleift að mynda íþróttir, fugla og fréttir eins og aldrei áður. Greindu viðfangsefni bara með því að líta á þau og vertu á undan samkeppninni með 30 römmum á sek. og góðum tengimöguleikum til að senda myndir.
Næsti kafli í EOS
EOS R3 breytir þinni hugsun um spegillausar myndavélar. Ný baklýst stacked myndflaga frystir viðfangsefni á hraða á 1/64,000 í 30 römmum á sek. Sjálfvirkt fókuskerfi sem er stjórnað með auganu þínu þekkir og eltir viðfangsefni um leið og þú skýtur – frábært fyrir íþrótta-, frétta- og fuglaljósmyndun. Gerir þér einnig kleift að nota rafrænan lokara til að frysta viðfangsefni á mikilli ferð án þess að þurfa að hafa áhyggjur af rolling shutter.
Háþróaður sjálfvirkur fókus sem er stjórnað af auganu
Hefur þú einhvern tímann notað myndavél sem lætur þér líða eins og hún lesi þínar hugsanir? Sjálfvirk fókustækni sem er stjórnað af auganu þannig að EOS R3 fókusar hvert sem þú lítur. Þessi óviðjafnanlega stjórn yfir sjálfvirka fókusnum gerir myndavélinni kleift að bregðast við jafn hratt eins og þú – gerir þér kleift að bregðast hratt við viðfangsefni sem breytist hratt.
Besta eltunin hingað til
EOS R3 þekkir fólk, dýr og farartæki nákvæmlega og örugglega – hvar sem er í rammanum. Hægt að elta fólk jafnvel þó svo að það sé með hjálm eða sólgleraugu. Þegar verið er að mynda mótorsport þá getur EOS R3 þekkt mótorhjól og kappakstursbíla og jafnvel greint á milli lokaðra og opinna bíla og þannig tilgreint hjálm ökumannsins þegar hann er sjáanlegur.
4K og 6K RAW
EOS R3 er hybrid myndavél fyrir atvinnufólk til að fanga hágæða kvikmynda- og sjónvarpsefni sem og magnaðar ljósmyndir. Fangar oversampled 4K sem og 6K RAW efni beint á CFexpress kort myndavélarinnar. Canon Log 3 skilar meira dynamic range og auknum möguleikum í eftirvinnslu. Sams konar greining á viðfangsefni í vídeó eins og í ljósmyndun þannig að þú getur elt viðfangefni í rammanum og haldið þeim í nákvæmum fókus.
Tengd við heiminn
Tengimöguleikar eru afar mikilvægir fyrir íþrótta- og fréttaljósmyndara. EOS R3 er með vírað LAN tengi og 2.4/5GHz Wi-Fi til að tengjast við netkerfi, fartölvur og snjalltæki til að deila myndum á hraðvirkan hátt og til að fjarstýra myndavélinni. EOS R3 er einnig samhæfð með Mobile File Transfer appinu sem gerir atvinnuljósmyndurum kleift að bæta við lýsigögnum, metadata, og senda myndir úr snjallsíma með því að nota Wi-Fi.
Hönnuð og byggð fyrir atvinnuljósmyndara
EOS R3 er byggð til að standast kröfur fyrir daglega notkun atvinnuljósmyndara og hverju því sem rekur á þínar fjörur, hvort sem þú lendir í sandstormi eða rigningu – sams konar bygging eins og EOS-1D línan. Nýr margnota aukahlutaskór fyrir gagnasamskipti og afl fyrir nýja aukahluti sem og að vera skór fyrir flöss o.fl.
Passar inn í núverandi EOS kerfi
EOS R3 passar algjörlega inn í þitt núverandi EOS kerfi, hvort sem þú ert með spegillausar eða DSLR myndavélar. Notar hina öflugu LP-E19 rafhlöðu, sömu og EOS-1DX línan notar. EF linsurnar virka nákvæmlega eins og þær eiga að gera með hágæða Canon breytistykkjum.
Það helsta
- Ný kynslóð af 24 megapixla BSI Stacked CMOS myndflaga
- DIGIC X
- ISO 100 – 102.400 – útvíkanlegt 204.400
- Tekur allt að 30 ramma á sekúndu
- No Blackout EVF
- Innbyggð hristivörn (IBIS) 8 Stop
- 6K/60 og 4K120p 10 Bit
- Eye Control fókuskerfi
- 1053 punkta AF fókuskerfi
- Dual Pixel CMOS AF fyrir vídeó
- Innbyggt Wi-Fi og Bluetooth
- 100% viewfinder ( 5.760.000 punkta )
- 3,2″ LCD snertiskjár ( útdraganlegur )
- CFexpress og SD UHS-II kortarauf
- Tveggja ára Canon ábyrgð
- Hámarksupplausn: 6000 x 4000
- Stærð á myndflögu: 26,7megapixla Full frame (36 x 24 mm)
- Litir: sRGB, Adobe RGB
- ISO: Auto, 50 – 204.400,
- Format: JPEG , RAW
- Lámark lokunarhraða: 30/11 sekúndur
- Hámark lokunarhraða: (Vélræn ) 1/8000 úr sekúndu
- Hámarks lokunarhraði ( Rafrænt ) 1/64000 úr sekúndu
- Vélræn lokari allt að 12 rammar miða við 24,1 MP upp að 1000 römmum (JPEG) / 1000 römmum (Raw)
- Rafræn lokari allt að 30 rammar miða við 24,1 MP upp að 540 römmum (JPEG) / 83 römmum (Raw)
- Format: MPEG-4, H.264
- Hljóðnemi: Stereo
- Hátalari: Mono
- Upplausn:Raw 12-Bit
6K 3:2 (5952 x 3968) at 23.976p/24.00p/25p/29.97p/50p/59.94p [720 to 2600 Mb/s]
H.265/MP4 4:2:2 10-Bit
DCI 4K (4096 x 2160) at 23.976p/24.00p/25p/29.97p/50p/59.94p/100p/119.88p [85 to 1880 Mb/s]
UHD 4K (3840 x 2160) at 23.976p/25p/29.97p/50p/59.94p/100p/119.88p [85 to 1880 Mb/s]
Full HD (1920 x 1080) at 23.976p/25p/29.97p/50p/59.94p/100p/119.88p [28 to 470 Mb/s]
H.264/MP4 4:2:0 8-Bit
DCI 4K (4096 x 2160) at 23.976p/24.00p/25p/29.97p/50p/59.94p/100p/119.88p
UHD 4K (3840 x 2160) at 23.976p/25p/29.97p/50p/59.94p/100p/119.88p
Full HD (1920 x 1080) at 23.976p/25p/29.97p/50p/59.94p/100p/119.88p
- Upptaka: Ótakmarkað
- Wi-Fi – Canon app til að stjórna vél
- USB 3.2 Gen 2 (10 GBit/sec)
- HDMI
- Wi-Fi 802.11ac (dual-band) + Bluetooth
- Jack tengi fyrir auka hljóðnema
- Fjarsýring: N3 og þráðlaus RC-6
- Rafhlaða LP-e19 ( 600 myndir )
- 1015 Gr með rafhlöðu
- 150 x 152,6 x 87,2 mm
- Canon EOS R3 Body
- Rafhlaða
- Hleðslutæki
- Hálsól